Leti eða áhugaleysi?

Ég hef ekkert bloggað í langan tíma. Svo sem ekkert til að blogga um, eða hvað. Þetta krepputal er orðið svo miglað að hálfa væri nóg. Nú hef ég fest mig við andlitsbók sem er mikið inn í dag. Þar eru hlutirnir að gerast. En ég hef nú ekki alveg sagt skilið við bloggið. Kem inn á nýju ári. Er að hugsa um að leyfa sumarsælu að vera þar til næsta sumri líkur. Óska öllum gleði og friðar um jólin og farsælt nýtt bloggár.

Blessuð sé minnig mikils meistara.

Stórt skarð í tónlistarheiminum.  Hann var einn af Glaumbæjarkynslóðinni. Áhrifamikill tónlistarmaður. Ég votta ættingjum og vinum innilega samúð.


mbl.is Rúnar Júlíusson látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hagsýni og samstaða.

Nú þurfum við einmitt að sýna hagsýni og mikla samstöðu. Ekkert bruðl lengur. Sameinum rekstur eins og við mögulega getum. Sameinuð stöndum vér, sundruð föllum vér.
mbl.is Fréttablaðið og Árvakur saman
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er meira en aðrir geta sagt og segja.

Þvílíkt bull sem kemur frá þessum manni. Það er ekki heil brú í því sem hann gerir eða segir. Hvað eigum við (almennir borgarar) að horfa upp á þetta "súespil" lengi?
mbl.is Davíð: Seðlabankar segja sjaldan nei
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afar áhrifaríkt.

Með þessu móti kemur MacCartney frá sér biturleika sem annars nagar hann að innan. Þessu deilir hann með öllum heiminum. Áhrifaríkt, því annars hefði þetta þetta kafnað í fréttamannaflaumi og enginn hlustað á. Hann er, og verður Sir Paul MacCartney allra tíma.
mbl.is Mills fær kaldar kveðjur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svart er það......

Það er sama í hvaða fréttaflokki ég ber niður núna, allt á niðurleið. Innlendar frétti, erlendar frétti og fréttir af fjármálamarkaði (það er nú kannski ekkert nýtt) allsstaðar í heiminum. Ég er að hugsa um að fara í sund í dag eftir vinnu, í heitapottinn og hugsa um það hvað ég hef það nú annars gott.
mbl.is Stærsti hluti aflans síld og makríll
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru Danir að slá okkur við?

Hafa Danir tekið við af okkur í dellukaupum? Fyrir nokkrum árum voru mörg börn með svokölluð gæludýr og þá oftast í bandi um hálsinn.  Það var ekki hægt að skilja dýrið eftir eitt heima því það þurfti að gefa því og hreinsa undan því, annars gaf það frá sér óhljóð, þannig að þau komu með þetta í skólann. Þetta var ein dellan. Vonandi höfum við lært og þroskast fram úr dellukaupum.


mbl.is Pleo seldist upp í Danmörku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Veljum íslenskt.

Þessar spennustöðvar eru erlendar. Orkuveita Reykjavíkur er að framleiða spennustöðvar þar sem svona hlutir geta ekki gerst. Það er alveg pottþétt. "Hollur er heimafengin baggi".
mbl.is „Þetta var bara fikt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flottastir

Eins og ég hef sagt.... Þeir eru einfaldlega alflottastir
mbl.is Orðuveiting á Bessastöðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áfram Ísland

Loksins eru veittar orður til þeirra sem eiga það skilið. Með fullri virðingu fyrir þeim sem hlotið hafa orðu, þá er það í flestum tilfellum fólk, sem er nú bara að vinna vinnuna sína. Ég fylgdist með í sjónvarpinu þegar íslenska landsliðið í handbolta kom til landsins. Þetta var tilkomumikið og fékk maður smá kökk í hálsinn. Gaman að sjá allan þennan fólksfjölda saman kominn í bænum til að fagna þeim. Þegar komið var niður á Arnarhól, fannst mér nú alveg nóg komið. Það var orðið full mikið af því góða. Ekki það að þeir áttu þetta fyllilega skilið en þetta var orðið svolítið mikið "show". Þeir örugglega þreyttir eftir langt og strangt ferðalag og höfðu ekki fengið tækifæri til að vera með ástvinum sínum og fjölskyldum. Gefum þeim smá tækifæri til að ná áttum. Til hamingju Íslendingar.

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband