Hvað gerir ný borgarstjórn.........

Hvað skildi nú ný borgarstjórn gera í sambandi við manneklu í grunnskólum, frístundaheimilum og leikskólum. Þannig er nú farið að á frístundaheimilum og leikskólum er ekki hægt að taka inn fleiri börn en fyrir eru vegna þess að það vantar fólk til að taka við þeim. Í grunnskólum er ástandið þannig að skólinn tekur inn þann fjölda barna sem honum er ætlað þó svo að starfsfólk sé ekki fyrir hendi. Það er til í dæminu að þar sem 5 manns var áður eru nú aðeins 2 starfsmenn. Þetta ástand er búið að vera síðan skólar hófust í haust. Það er bara enginn sem sækir um. Það skildi þó ekki vera út af launum eða hvað? Það var nú þannig áður að starf í grunnskóla var eftirsóknarvert starf. Það var vegna þess að það voru góð frí. Jólafrí, páskafrí og gott sumarfrí sem vann upp á móti lágum launum.  Þá voru að vísu starfsfólk á launadreifingu, þannig að viss prósenta var tekin af launum um hver mánaðarmót til að greiða fólki út yfir sumarið. Auðvitað voru þetta peningar sem fólkið átti fyrir, eða inni hjá borginni, var það eins og að leggja inn í banka um hver mánaðarmót nema þetta var vaxtarlaust. Nú hefur skólinn lengst í báða enda og jólafríið styst.  Nú er fólk skikkað í sumarfrí á vissum tíma og hana nú. Það er ekkert val. Það hefur víst verið gert samkomulag eða eitthvað í þá áttin, um að greiða fólki í umönnunarstörfum álag, aukagreiðsla um hver mánaðarmót. Á þetta að vera plástur eða væri ekki hægt að fá varanlegar umbúðir. Eftir því sem tíminn líður verður fólk þreyttara og endar með því að þeir sem fyrir eru segja upp. Ég er ekki að segja að leikskólar og frístundarheimili búi ekki við slæmt ástand, en það er bara ekki hægt að líkja þessu saman. Jæja nú þarf að vakna og setja einhverja aðgerð í gang. Ekki bara horfa á og hugsa málið. Við erum hér að tala um börnin okkar en ekki peningana sem aðrir gæta í bönkunum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband