Rangt að send konur of snemma heim

Ég las grein í 24stundum í morgun sem fjallar um starf Huldu Jensdóttir ljósmóðir. Þá rifjaðist upp fyrir mér, að árið 1976 var ég svo heppin að komast að á Fæðingarheimili Reykjavíkur til að fæða mitt annað barn. Það var frábær staður. Þetta var eins og lítið heimili, afslappað og notalegt. Á hverjum morgni var leikfimi sem sent var út í útvarp sem hver kona var með undir koddanum. Það var Hulda sjálf sem talaði og undir var leikin slökunartónlist. Leikfimin fór þannig fram að það voru gerðar vissar æfingar miðað við þann fjölda dagar sem konurnar voru búnar að dvelja á heimilinu. "Nú hætta þær sem eru á fyrsta degi en hinar halda áfram" og svo koll af kolli. Síðan var slökun á eftir. Ég er alveg sammála Huldu konur eru að fara of snemma heim og hvíla sig ekki nóg fyrir fæðingu. Það hefur áhrif á börnin líka að far of snemma heim.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband