Brjóstakrabbamein skoðað

Í kvöldfréttum á stöð 2 á fimmtudag var frétt um brjóstakrabbamein. Þar kom fram að 56 konur undir fertugu hafa greinst á fimm árum. Skipuleg leit er ekki hafin fyrr en konur hafa náð fertugs aldri. Í viðtali við Baldur Sigfússon segir hann að "það geri ekki neitt gagn". Halló er ekki allt í lagi? Það gæti kannski bjargað einhverjum mannslífum en "við myndum aldrei ráða við það og það yrði allt of dýrt, segir hann. Hvað er eiginlega í gangi hér. Við erum að tala um ungar konur sem e.t.v. eiga ung börn og svo eru þetta lifandi manneskjur. Að maðurinn skuli láta þetta út úr sér fyrir framan alþjóð. Það er nóg af peningum í gangi í þjóðfélaginu. Væri nú til dæmis ekki hægt að minnka allt þetta peningaaustur í "sósjallinn" hjá hinu opinbera? Það þarf enginn að segja mér að peningarnir séu ekki til.  Eigum við konur að láta þetta viðgangast? Eða bara nokkur yfir höfuð? Nei og aftur nei. Þetta var nú einum of.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Las bloggið þitt og sé að kommentin eru fá,afar fá.

Það er nú svo með okkur konur að stundum er ekkert gert með það sem maður imprar á hjá læknum,þeir bara skilja mann ekki.

Í mínu tilviki er það þannig að ég hef haft veruleg óþægindi af ropa og léttum magaverk,sem þó er ekki verkur.Þetta veldur mér töluverðum óþægindum sérstaklega á vinnustað. Spurði lækninn hvort sýklalyfjakúr gæti breytt einhverju þar um.Nei engin sýklalyf,(það er nefnilega rekinn áróður gegn sýklalyfjainntöku barna hér.)Tek það fram að ég hef aldrei legið á sjúkrahúsi né setið yfir læknum í gegn um árin mín 60.  

 Stundum dettur mér í hug hvort við séum bara svona kannske á 1/2 virði.

Margrét (IP-tala skráð) 19.11.2007 kl. 10:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband