Framkvæmdaráætlun Reykjavíkurborgar

Nú á að gera kraftaverk í Reykjavíkurborg, eða hvað? Eitt af þessum kraftaverkum er að "finna úrræði" til að fjölga plássum í leikskólum. Hvernig? Ekki er nú fólk á lausu til að starfa þar innandyra. Nei það á að stofna 5 ára deildir við grunnskóla í öllum hverfum borgarinnar. Sniðugt. Hvar á að fá fólkið til að þessar deildir geti starfað. Þetta er nú eins og að flytja draslið á milli herbergja í tiltektinni. Grunnskólarnir eiga að taka við öllu. Eins og ég hef áður bent á  í mínu bloggi, þá er grunnskólinn ekki í þeirri stöðu að neita nemendum um inngöngu í skólana. Það er ekki hægt að láta nemendur skiptast á að mæta í skólann vegna manneklu. HVAÐ Á AÐ GERA? Þessu hefur enginn getað svarað.

Nú eigum við vona á glaðningi í skólanna. Kennarar fá 23.000 kr. í þrjá mánuði. Annað starfsfólk skólanna 16.000 kr. í þrjá mánuði. Það sem ég flokkast undir annað starfsfólk þá á ég von á 10.400 kr. þegar skatturinn hefur fengið sitt. En hvað á svo að gera? Eigum við bara að þegja eftir þetta og vera þakklát fyrir það sem við fengum? Ég er ekki búin að sjá að borgin verði auðveld til samninga við okkar kröfum þegar þar að kemur. Nú er nefnilega harka í fólki og ekkert gefið eftir. 

Góðar stundir. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband