Skotlandsferð

Var að koma úr vikuferð til Skotlands. Þetta er fjórða árið í röð sem ég fer til Skotlands að heimsókn. Skotar eru æðislegir heim að sækja. Var í smábæ sem heitir St. Cyrus. Þetta er eiginlega lítið þorp. Það var þarna á nokkrum stöðum þar sem fólk var með hænur og seldi egg og svo var líka til sölu marmelaði og sultur sem er heimatilbúið. Þetta er þá selt í skúrum áföstum við húsin. Það er þannig, að þegar komið er að viðkomandi húsi og kannski enginn heima en vörurnar eru þá verðmerktar á borðum í skúrnum. Fólk tekur þá það sem það ætlar sér að fá og setur peningana í körfur. Þetta gæti nú ekki gengið hér held ég. Gott að fara á svona staði til að hlaða batteríin. Á heimleiðinni fór ég með Flugleiðavél með nýjum sætum. Gat nú ekki fundið mikinn mun, og þó kannski aðeins breiðari en ekki mikið. Sjónvarpskjárinn í sætinu fyrir framan mig, jú jú allt í lagi. En það er svo aftur með matinn. Mikið er ég orðin leið á þessari eggjaköku með skinku undir í hverju morgunflugi og fylltu skinkuhorni í síðdegisflugi. Nú var skinkuhornið brennt og grjóthart. Te á eftir og það var hlandvolt. Kannski var það vegna þess að þegar við vorum búin að bíða í vélinni á Glasgow flugvelli í þrjú korter efir að vélin færi af stað, var okkur vísað í í byggingu aftur því það hafði komið upp bilun í vélinni. Það tók nú ekki langan tíma að gera við það svo við gátum lagt af stað en þó með eins og hálftíma seinkun. Ég hélt nú kannski að það væri hægt að hita matinn um borð. En hvað veit ég? Ég hefði sennilega orðið reið og æst mig eitthvað, en ég var með svo vel hlaðin batterí að ég get svissað yfir á góða skapið í þetta sinn. Þannig að ég mæli eindregið með Skotlandsferð.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband