15.4.2008 | 23:56
Kennslustofur vígvellir?
Mig langar að benda á grein á visir.is, og reyndar var þessi frétt í sjónvarpinu. Ástandið í grunnskólum er vægast sagt mjög alvarlegt. Þegar allir kraftar kennara og annars starfsfólks í grunnskólum eru farnir að fara í það að reyna að ala upp nemendur, þá er eitthvað að. Fúkyrðin og orðbragðið sem starfsfólk og kennarar fá framan í sig er með ólíkindum. Þetta á við um öll stig grunnskólans. Yngri sem eldri nemendur. Þetta veldur því, að þeir nemendur sem eru virkilega að standa sig, sitja á hakanum, eða gleymast.
http://www.visir.is/article/20080415/frettir01/792223742
Athugasemdir
Já þetta er ekki glæsilegt en ég vil benda á lok greinarinnar þar sem vitnað er í Eirík Jónsson, að agaleysið í þjófélaginu endurspeglist í skólanum. Er ekki agaleysið í þjóðfélaginu í hámarki núna?
Rósa Harðardóttir, 20.4.2008 kl. 18:07
Sammála þér Rósa. Agaleysi er á mörgum stöðum í þjóðfélaginu. Það getur líka reynst erfitt að halda uppi aga í skólum þegar rót vandans er utan skólans.
Steinunn Þórisdóttir, 20.4.2008 kl. 18:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.