Vörugjaldi breytt.

Vá hvað við erum heppin að búið var að breyta vörugjaldi. Annars hefðum við þurft að greiða meira fyrir bensínið. Halda þessir menn að þessi orðaflækja dugi til gera okkur góð. Eldsneyti er of hátt hvað sem vörugjaldi líður. Það er ekki endalaust hægt að sópa skítnum undir teppið.
mbl.is Bensínverð væri 180 krónur ef bensíngjaldi hefði ekki verið breytt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Þór Sigurjónsson

Eftir því sem mig minnir, þá var þessi aðgerð kölluð tímabundin aðgerð vegna verðhækkana á bensíni. Er ekki kominn tími á að við hættum þessari skammsýni og sættum okkur við að bensínverð í heiminum kemur bara til með að hækka.

Mæli með því að vörugjaldið verði aftur sett í sitt fyrra horf, mögulega virkar það betur á eyðsluna hjá Íslendingum en stýrivextir.

Kristinn Þór Sigurjónsson, 21.4.2008 kl. 19:07

2 identicon

Voðalega ertu pirruð, Steinunn (-:

Ég segi sama og Kristinn - bensínverð á bara eftir að hækka og það er ekki íslenska ríkinu að kenna. Algengt bensínverð í Bretlandi er núna í kringum 185 krónur, þannig að þeir sem keyra um á bensínbílum á Íslandi eru bara í ágætis málum miðað við nágrannaþjóðir.

Annars væru bestu mótmælin að hætta að kaupa bensín. Það eru til bílar á markaðnum í dag sem nota ekki dropa af bensíni eða dísel, og svo má náttúrulega alltaf labba!

Bragi Þór Valsson (IP-tala skráð) 21.4.2008 kl. 19:32

3 Smámynd: Óli Þór Atlason

Sammála þér Kristinn.  Það er tímabært að afturkalla þessa tímbundnu lækkun.

Óli Þór Atlason, 21.4.2008 kl. 19:33

4 Smámynd: Steinunn Þórisdóttir

Ég er ekkert pirruð Bragi. Ég er ágætlega sett, geng í vinnu og takmarka ferðir á bílnum. En það eru ekki allir í kring um mig svo vel settir. Það er til fólk sem getur ekkert farið nema á bíl, eins og t.d. fatlaðir. Þetta er mikill kostnaður fyrir fólk sem þannig er ástatt fyrir. Styrkir duga skammt.

Steinunn Þórisdóttir, 21.4.2008 kl. 21:31

5 identicon

Hva, ég setti líka broskall á eftir athugasemdinni. Hér er annar til vara:  (-:

Ég held mig samt við það að bensínverð er ekkert hræðilega dýrt hér miðað við annars staðar, þannig séð.  Það er miklu nær að gera eitthvað í matvælaverðinu.  Það er enginn vafi um það að matvælaverð er í mörgum tilfellum margfalt dýrara hér en annars staðar. Enginn mótmælir því - voða skrýtið.  Ríkið reyndar reyndi að halda því í skefjum með því að lækka söluskatt en gráðugir kaupmenn átu þann mun upp samdægurs.

Bragi Þór Valsson (IP-tala skráð) 22.4.2008 kl. 00:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband