25.5.2008 | 23:41
Skólalok.
Nú er stutt eftir af skólanum. Skólauppsögn 5. júní. Skólaárið hefur lengst og er orðið allt of langt. Um þetta leyti þurfa börnin að vera komin í frí. Skólaslit ættu að miðast við sauðburð. Nú er eitthvað eftir af prófum svo eru allskonar ferðir í gangi. Sveitaferðir, siglingar skemmtiferðir, allt til að teygja lopann. Börnin eiga erfitt með að einbeita sér og eru með hugann allan við það sem er að gerast úti. Mörg börn eru með langa viðveru í skóla. Þau mæta kl. 8:00 að morgni, fara eftir skóla í frístund og eru þar til kl. 17:00. Þetta er langur tími fyrir barn. Dagur barnsins að kveldi kominn. Lifið heil.
Athugasemdir
Já sammála þessu miðum skólalok við sauðburð, allir búnir að fá nóg.
Rósa Harðardóttir, 26.5.2008 kl. 21:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.