14.7.2008 | 09:54
Ekki bara í fluginu.
Nú um helgina skrapp ég til Ólafsvíkur í heimsókn. Það var mikið rok og mikil rigning, en alltaf gaman að koma í Víkina. Þar var stödd kona, sem tengist mér, sem var líka í heimsókn. Hún ætlaði að fara með rútunni til Reykjavíkur á laugadag. Rútan átti að fara frá Ólafsvík kl. 16:30. Umrædd kona var mætt niður við sjoppu kl. 16:15. Þar sem rigningin var mikil, og ekki gaman að bíða í sjoppunni, þá beið hún bara í bílnum, sem hún var keyrð í. Ekki kom rútan. En þessi umrædda rúta fer frá Hellissandi og í Rif, síðan til Ólafsvíkur og svo Grundarfjörð. Þegar komið var framyfir umræddan tíma, vara nú farið að athuga með rútuna. Þá var hringt í bílsjórann og þá var hann kominn í Grundarfjörð. Hann semsagt kom aldrei við í Ólafsvík. Þetta hefði getað verið dýrkeypt. Ef t.d. einhver hefði þurft að mæta í flug daginn eftir? Ekki hef ég kynnt mér hver sér um þessar ferðir, en þetta á nú ekki gott til afspurnar. En þessi kona fékk nú far með mér til Reykjavíkur daginn eftir. Svo seinkanir og aflýsingar eru nú ekki bara í fluginu.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.