Jólin búin, skrautið farið.

Þá er ég búin að taka niður og ganga frá öllu jólaskrautinu. Þetta er mikil vinna. Á hverju ári reyni ég að taka ákvörðun um að minnka jólaskraut, en það tekst ekki hjá mér. Í fyrstu verður allt svo dimmt og tómlegt, en það venst. Svo fer nú að lengja daginn. Nú er tími til að skipuleggja sumarið. Hvert skal nú ferðinni heitið í þetta sinn? Pottþétt út fyrir landsteinana. Kannski í sumarhús í Danmörku. Alltaf gaman að koma þangað. Best að leggjast á netið og sjá hvað er í boði. Það væri nú gott að fá uppástungur.

Þá hafa nú kennarar og annað starfsfólk í grunnskólum, fengið fríkortin frá Reykjavíkurborg. Þetta eru kort sem veita frían aðgang í sund, fjölskyldu og húsdýragarðinn og svo á listasöfn. Það er nú bara þannig að ég fer ekki oft í sund og það er ekki vegna þess að ég hef ekki efni á því. Svo eru nú listasöfnin flest öll búin að fella niður aðgangseyrir (þar sem hann var). Fjölskyldu og húsdýragarðinn heimsæki ég sjaldan, þó stöku sinnum með barnabörnin en þetta gildir ekki fyrir þau. Þetta er nú skoðum margra, ekki bara mín. Ekki mikil tekjubót, því síður að þetta muni vera mikil útgjöld fyrir borgina.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband