Vont, verra, versta veður sem ég man eftir.

Í öllum veðrahamnum í gærkvöld var ég stödd á árlegri árshátíð í Gullhömrum í Grafarholti. Við vorum að tínast á staðinn þegar versta veðrið var að skella á. Inni var hlítt, róleg tónlist og allir í sínu fínasta pússi. Þetta er í þriðja sinn sem ég fer á árshátíð þarna. Maturinn er hrein snilld og þjónustan frábær. Þarna vorum við í algjöru skjóli fyrir veðri og vindum og skemmtum okkur konunglega. En meðan ég sat þarna, þá velti ég því fyrir mér, hvað ef rafmagnið færi nú. Fengju þá alla vega salat og brauð, sem er mjög gott. Það væri samt hægt að spila á píanó. Salurinn fylltur af kertum. Ég komst að þeirri niðurstöðu að þetta yrði örugglega rólegasta árshátíð sem um getur. Salat, brauð, ostar og rauðvín, kertaljós og ljúf tónlist spiluð á píanó. Hvað er hægt að hugsa sér betra í brjáluðum veðraham. En allt fór vel, og var komið rólegheita veður þegar ég fór heim.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Soll-ann

Sæl hefur ullinn ekki reynst vel í kuldanum?

Soll-ann, 11.2.2008 kl. 23:53

2 Smámynd: Steinunn Þórisdóttir

Jú Sólveig, ullin hefur líka gert stormandi lukku takk fyrir. Skartaði henni auðvitað á árshátíðinni

Steinunn Þórisdóttir, 12.2.2008 kl. 14:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband