Bloggfærslur

Þann tíma sem ég hef verið að blogga, hef ég tekið eftir því á hvaða tíma sólarhringsins fólk er að blogga. Ekki að ég sé bara að einblína á það, heldur er það tekið fram á blogginu. Flestir eru að blogga eftir miðnætti eða á morgnana. Hvenær fer fólk í háttinn eða hvað? Og svo, er fólk ekki að stunda vinnuna sína? Ég bara spyr. Það er nú einu sinni þannig að í minni vinnu heyri ég ekki einu sinni í útvarpi hvað þá meir. Hef kannski ekki verið í réttu vinnunni.  Eins hef ég tekið eftir því að þeir sem eru í nefndum eða stjórnum í borginni eða hjá ríkinu, og eru á blogginu, eru greinilega að blogga í vinnunni, tímasetningin segir mér það. Datt þetta nú bara svona í hug. Kannski breytist þetta nú hjá mér í nýju starfi...... segi nú bara svona. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband