Alveg öskureið.

Nú nýlega var stödd hér á landi sendinefnd frá "Sádi Arabíu". Að sjálfsögðu var þeim boðið í Bláa Lónið, með öllu tilheyrandi, hvað annað. En sökum þeirra trúaraðstæðna, þá máttu engar konur vera í Lóninu. Þeim var því boðið eftir lokun og engar konur starfandi það kvöld. Er ekki verið að draga okkur á asnaeyrunum? Það er greinilega ekki sama Jón og séra Jón. Þetta var allt í boði Alþingis eða okkar allra, sem eigum að spara og spara vegna efnahagsástandsins í þjóðfélaginu. Svona lagað gerir mig alveg öskureiða.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Himmalingur

Það sorglega er að ekki er sama Jón og séra Jón, er og verður aldrei!

Himmalingur, 29.6.2008 kl. 15:58

2 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Þetta er virkilega athyglisverður pistill, ég hef engar fréttir séð um þetta. - Hefurðu fengið þetta staðfest?

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 11.7.2008 kl. 19:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband