Færsluflokkur: Bloggar

Hvenær tekur þetta enda?

Ég er alveg búin að fá mig fullsadda af þessari vitleysu. Þessir borgarfulltrúar skiptast á stólum eins og servéttum. Svo stöndum við borgarbúar og horfum á og getum ekkert gert. Eða hvað? Þessi öru borgarstjóra skipti kosta mikla peninga fyrir borgina eða okkur borgarbúa. Getum við látið fara svona með okkur endalaust? KOSNINGAR TAKK FYRIR. Svo geta SUMIR farið til náms erlendis en samt haldið starfi á launum. Ég er borgarstarfsmaður og get ekki leyft mér þetta. Ef ég ætlaði mér í nám erlendis, yrði ég að taka launalaust leyfi og þá aðeins í 1 ár. En ég er nú líka bara ég. Nú eru samningar lausir í október í mínu félagi. Það verður spennandi að sjá hvað borgin getur gert fyrir okkur þá.


mbl.is Hanna Birna og Óskar á fundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er bara ekkert annað..

20.000 í gær og fleiri samankomnir í dag. Skildi nokkur auður blettur vera eftir á henni Dalvík? Vonandi að fólkið gangi nú vel um og taki allt rusl. Dalvík er fallegur bær og á það skilið eftir þetta allt, að gengið sé vel um. Hef einu sinni farið á fiskidaginn, og það var rosalega gaman.
mbl.is Aldrei fleiri á Fiskideginum mikla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skil ekki alveg,,,,

hvernig hægt er að vera í kappakstri á Hringbraut, hún virðist nú ekki bjóða upp á það. Þarna eru bílastæði meðfram götunni. En menn gera nú það sem þeir ætla sér í það og það sinnið. Vítavert athæfi. Er nú gamall vesturbæingur og meira að segja við Hringbraut. Svo er annað sem ég skil ekki alveg, Grenimelur er nú ekki alveg á móts við Hringbraut. Hann er nokkrum götum neðar og liggur eins og Hringbrautin.
mbl.is Kappakstur endaði illa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óhöpp gera ekki boð á undan sér.

Það er ekki eins og flugvélar bíði í kippum inni í skýli, reiðubúnar til notkunar ef eitthvað kemur upp á. Aðskotahlutur á velli gæti verið orsökin. Auðvitað er slæmt að lenda í seinkun. Hef reynt það sjálf, og það langri. Það er bara ekkert að vinnast með því að pirra sjálfan sig. Slaka á og anda með nefinu. Þetta reddast allt.
mbl.is Tafir hjá Iceland Express
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tónlistarverðlaun í Berlín - Blue man group


Áhugavert


Þarf þetta er vera svona flókið á þessari tækniöld.

Ef starfsmaður vinnur á Grund er hann þá í vinnu hjá Heilsuverndarstöðinni? Er það þá ekki orðin ærin vinna að tilkynna veikindi? Það er alltaf verið að gera fólki erfiðara fyrir, sama í hvaða tilviki það er. Það er ekki skrítið að launin hjá þessu fólki séu léleg ef allir þessir milliliðir taka sitt.
mbl.is Fjarvistarupplýsingum eytt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki bara í fluginu.

Nú um helgina skrapp ég til Ólafsvíkur í heimsókn. Það var mikið rok og mikil rigning, en alltaf gaman að koma í Víkina. Þar var stödd kona, sem tengist mér, sem var líka í heimsókn. Hún ætlaði að fara með rútunni til Reykjavíkur á laugadag. Rútan átti að fara frá Ólafsvík kl. 16:30. Umrædd kona var mætt niður við sjoppu kl. 16:15. Þar sem rigningin var mikil, og ekki gaman að bíða í sjoppunni, þá beið hún bara í bílnum, sem hún var keyrð í. Ekki kom rútan. En þessi umrædda rúta fer frá Hellissandi og í Rif, síðan til Ólafsvíkur og svo Grundarfjörð. Þegar komið var framyfir umræddan tíma, vara nú farið að athuga með rútuna. Þá var hringt í bílsjórann og þá var hann kominn í Grundarfjörð. Hann semsagt kom aldrei við í Ólafsvík. Þetta hefði getað verið dýrkeypt. Ef t.d. einhver hefði þurft að mæta í flug daginn eftir? Ekki hef ég kynnt mér hver sér um þessar ferðir, en þetta á nú ekki gott til afspurnar. En þessi kona fékk nú far með mér til Reykjavíkur daginn eftir. Svo seinkanir og aflýsingar eru nú ekki bara í fluginu.

Rigningu í Kaliforníu, takk.

Það getur verið gott að fá rigningu öðru hvoru. Það hefur hvergi komið fram í þessum skógareldafréttum, hvar nákvæmlega þessir eldar eru. Kalifornía er stórt svæði. Ég á systir sem býr í Kaliforníu og að sjálfsögðu hafði ég áhyggjur þegar eldarnir fóru að breiðast út. En hún er, sem betur fer sunnar. Þetta er nánast eins og fjarlægð milli Akureyrar og Reykjavíkur. En þarna í henni Kaliforníu eru og hafa verið miklir hitar. Þegar þannig er ástatt, þá er rafmagnið skammtað því það eru allir með kælinguna í gangi hjá sér. Við höfum það gott hér á Íslandi, þrátt fyrir okur og dýrtíð.


mbl.is Hörð barátta í Kaliforníu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alltaf eitthvað klúður.

Þessi tillaga er góð út af fyrir sig. Götumyndin lítur ágætlega út, en þessi tengibygging er klúður. Þetta er alveg út úr kú. Séð ofan á, hræðilegt. Ef húsin eiga að fá að njóta sín í gamalli mynd, þá passar ekki að hafa tengibyggingu í örðum stíl eins virðist koma fram á götumynd.
mbl.is Nýtt deiliskipulag fyrir Laugaveg 4 og 6
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband