Færsluflokkur: Bloggar

Framkvæmdaráætlun Reykjavíkurborgar

Nú á að gera kraftaverk í Reykjavíkurborg, eða hvað? Eitt af þessum kraftaverkum er að "finna úrræði" til að fjölga plássum í leikskólum. Hvernig? Ekki er nú fólk á lausu til að starfa þar innandyra. Nei það á að stofna 5 ára deildir við grunnskóla í öllum hverfum borgarinnar. Sniðugt. Hvar á að fá fólkið til að þessar deildir geti starfað. Þetta er nú eins og að flytja draslið á milli herbergja í tiltektinni. Grunnskólarnir eiga að taka við öllu. Eins og ég hef áður bent á  í mínu bloggi, þá er grunnskólinn ekki í þeirri stöðu að neita nemendum um inngöngu í skólana. Það er ekki hægt að láta nemendur skiptast á að mæta í skólann vegna manneklu. HVAÐ Á AÐ GERA? Þessu hefur enginn getað svarað.

Nú eigum við vona á glaðningi í skólanna. Kennarar fá 23.000 kr. í þrjá mánuði. Annað starfsfólk skólanna 16.000 kr. í þrjá mánuði. Það sem ég flokkast undir annað starfsfólk þá á ég von á 10.400 kr. þegar skatturinn hefur fengið sitt. En hvað á svo að gera? Eigum við bara að þegja eftir þetta og vera þakklát fyrir það sem við fengum? Ég er ekki búin að sjá að borgin verði auðveld til samninga við okkar kröfum þegar þar að kemur. Nú er nefnilega harka í fólki og ekkert gefið eftir. 

Góðar stundir. 


Allt annað lagt til hliðar......

Vá!!! hvað ríkisstjórnin ætlar að leggja hart að sér núna. Læstu laun hækka um 32% á samningstímanum. Hvað eru mörkin um læstu og hæstu laun? Það eina rétta í stöðunni er að hækka persónuafsláttinn. Eru þessir menn heyrnadaufir eða hvað, það er margbúið að stagast á þessu sama, skilja þeir ekki að fyrst og fremst þarf að hækka persónuafsláttinn. Úffff hvað maður er orðin þreyttur á þessu.
mbl.is Fundi ráðherra og ASÍ lokið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott hjá Bubba.

Það er mikið um fordóma hér á landi í garð innflytjenda. Það eru líka fordómar í garð skólabarna af erlendum uppruna, í grunnskólum. Börnin á yngra- og miðstigi grunnskóla, geta varla myndað sér skoðun ein og sér, eða hvað? Kemur þetta ekki frá heimilunum? Það er komin tími til að gera eitthvað í málunum. Það geta verið svartir sauðir innanum, en við Íslendingar eigum líka okkar svörtu sauði.
mbl.is Bræður og systur gegn fordómum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vont, verra, versta veður sem ég man eftir.

Í öllum veðrahamnum í gærkvöld var ég stödd á árlegri árshátíð í Gullhömrum í Grafarholti. Við vorum að tínast á staðinn þegar versta veðrið var að skella á. Inni var hlítt, róleg tónlist og allir í sínu fínasta pússi. Þetta er í þriðja sinn sem ég fer á árshátíð þarna. Maturinn er hrein snilld og þjónustan frábær. Þarna vorum við í algjöru skjóli fyrir veðri og vindum og skemmtum okkur konunglega. En meðan ég sat þarna, þá velti ég því fyrir mér, hvað ef rafmagnið færi nú. Fengju þá alla vega salat og brauð, sem er mjög gott. Það væri samt hægt að spila á píanó. Salurinn fylltur af kertum. Ég komst að þeirri niðurstöðu að þetta yrði örugglega rólegasta árshátíð sem um getur. Salat, brauð, ostar og rauðvín, kertaljós og ljúf tónlist spiluð á píanó. Hvað er hægt að hugsa sér betra í brjáluðum veðraham. En allt fór vel, og var komið rólegheita veður þegar ég fór heim.

Ólsarar harðir naglar,

og hafa alltaf verið. Þeir eru ekki að kippa sér upp við það þó blási vel um þá. Þarna getur blásið allhressilega. Það er sennilega ekki verið að keyra börnin upp að dyrum í skólann eins og gert er hér í henni Reykjavík og nágranna byggðum.
mbl.is Leiðindaveður í Ólafsvík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hótelparadís........

Í fyrstu datt mér í hug að fleiri væru að gera og hugsa það sama og ég, nefnilega seldi fellihýsið mitt og ætla mér að ferðast um landið og gista á hótelum. En það er bara ekki þannig því sala á hjólhýsum, húsbílum og fellihýsum hefur aukist. Svo er aukning í gistirýmum. Hvaðan kemur allt þetta fólk? Margir eru líka að ferð og flugi út úr landinu og þar er gist á hótelum. Við erum eins og maurar alltaf á ferðinni út um allt. Þetta er bara skemmtilegt.


mbl.is Íslendingum fjölgar á hótelum en útlendingum fækkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Auðvitað fagna þær......

annars væru þær ekki sjálfstæðiskonur eða hvað. Ekki væri nú gott ef þær sýndu engan stuðning því sjálfstæðismenn sjá um sína. Þá yrðu þær settar út í kuldann "forever". Það má vel vera að núverandi meirihlut sé löglega kjörinn, en hann hefur ekki starfað löglega. Það eru enn þá fótspor á afturendanum á þeim öllum síðan þau skriðu frá völdum. Það er auðséð að það er titringur í nýjum meirihluta því nú á að gera allt í einum hvelli. Ég vona bara að borgarbúar sjái hverslags óstjórn þetta er, og vandi sig þegar kemur að næstu kosningum.
mbl.is Sjálfstæðiskonur fagna nýjum meirihluta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Borgarbúar láta ekki vaða yfir sig........

Það er alveg furðulegt hvað sjálfstæðismenn eða núverandi meirihlut getur verið siðblindur. Heldur þetta fólk að það geti komið að borgarstjórn aftur, sakleysið uppmálað, og látið eins ekkert hafið gerst, tekið við völdum og allir klappa. Held nú síður. Við látum nú ekki vaða yfir okkur á skítugum skónum. Burt með þetta fólk, er ekki komin tími til að gera hreint?
mbl.is Segja atburðina í Ráðhúsinu sögulega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góður endir á leiðindarmáli.

Vonandi kastar þessi drengur, eða þeir sem með honum voru, ekki oftar í bíla. Það getur verið hættulegt að kasta í bíla á ferð. Það skiptir ekki máli hér hvort bílinn er nýr eða ekki, draumbíll eða ekki. Krakkar sem gera svona hluti gera sér enga grein fyrir því hvað þeir eru að gera.
mbl.is Reiddist þegar snjó var kastað í bílinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hamingju Steinunn Sigurðardóttir

Alltaf gaman að fylgjast með konum í atvinnurekstri. Loksins er fólk að taka við sér og farið að huga að því hvað íslenskir hönnuðir eru að gera. Undanfarið hafa íslenskir hönnuðir verið að gera mjög góða hluti. Við þurfum að hlúa að þeim svo við missum þá ekki alla úr landi. 
mbl.is Steinunn Sigurðardóttir fær FKA viðurkenninguna í ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband