Færsluflokkur: Bloggar
14.1.2008 | 22:31
Hvað segir þetta okkur?
Brenndist í andliti eftir að hafa kveikt í púðri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
8.1.2008 | 11:31
Jólin búin, skrautið farið.
Þá er ég búin að taka niður og ganga frá öllu jólaskrautinu. Þetta er mikil vinna. Á hverju ári reyni ég að taka ákvörðun um að minnka jólaskraut, en það tekst ekki hjá mér. Í fyrstu verður allt svo dimmt og tómlegt, en það venst. Svo fer nú að lengja daginn. Nú er tími til að skipuleggja sumarið. Hvert skal nú ferðinni heitið í þetta sinn? Pottþétt út fyrir landsteinana. Kannski í sumarhús í Danmörku. Alltaf gaman að koma þangað. Best að leggjast á netið og sjá hvað er í boði. Það væri nú gott að fá uppástungur.
Þá hafa nú kennarar og annað starfsfólk í grunnskólum, fengið fríkortin frá Reykjavíkurborg. Þetta eru kort sem veita frían aðgang í sund, fjölskyldu og húsdýragarðinn og svo á listasöfn. Það er nú bara þannig að ég fer ekki oft í sund og það er ekki vegna þess að ég hef ekki efni á því. Svo eru nú listasöfnin flest öll búin að fella niður aðgangseyrir (þar sem hann var). Fjölskyldu og húsdýragarðinn heimsæki ég sjaldan, þó stöku sinnum með barnabörnin en þetta gildir ekki fyrir þau. Þetta er nú skoðum margra, ekki bara mín. Ekki mikil tekjubót, því síður að þetta muni vera mikil útgjöld fyrir borgina.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.1.2008 | 13:22
Tími kominn fyrir Vilhjálm Egilsson...
Aukinn persónuafsláttur kostar 40 milljarða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.1.2008 | 18:58
Rúðubrot skemmdarvarga....
Á hverju ári er eitthvað um rúðubrot, veggjakrot og önnur skemmdarverk unnin á grunn- og leikskólum. Þó sérstaklega um áramót. Þetta gætu nú verið fyrrverandi nemendur þessara skóla eða vinagengi. Nemendur sem hafa einhvern tíman gengið á veggi skólanna eða innan skólakerfisins og svo hefur neikvæð umræða, inn á heimilum, í garð skólanna, mikið að segja. Þetta gætu verið hefndir og það vanhugsaðar því það eru jú skattborgarar sem bera brúsann. Gætum tungu okkar þar sem börn eru annars vegar.
Skemmdarvargar á ferð á nýársdag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.1.2008 | 11:14
Einkaleyfi.....
Björgunarsveitirnar seldu vel | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.1.2008 | 18:45
Með fullri virðingu fyrir þessu góða fólki.
Ellefu sæmdir heiðursmerkjum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
29.12.2007 | 17:30
Vöknuð úr dvala.
Hef nú ekkert farið á bloggið eftir að ég komst í jólafrí. Tók mér semsagt frí frá öllu. Þetta hafa verið rólegheita jól. Snjórinn var einmitt það sem vantaði á aðfangadag. En hvernig skildi viðra um áramót? Hér í Árbænum er nú siður að fara á Fylkisbrennuna sem er við Rauðavatn, hitta fólk og spjalla, góður göngutúr. Allir í stuði. Hef ekki ákveðið áramótaheit, það er best að gera það ekki fyrr en á síðust stundu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.12.2007 | 11:11
Loksins komin í jólafrí
Þá er ég loksins komin í langþráð jólafrí. Síðust dagar hafa verið erfiðir. Börnin eru orðin spennt og það er erfitt að halda þeim við efnið. Síðasti dagur var eins og þegar beljum er hleypt út á vorin. Börnin voru fríinu fegin og þustu út eins og til að anda að sér súrefni. Ég naut þess að komast í heimsókn í mömmu, sem dvelur á Grund og vera hjá henni lengur en ég venjulega get. Hún er 92ja ára, komin í hjólastól og lifir í sínum heimi. En líður vel. Þegar ég sat hjá henni fór ég að hugsa til baka og rifja upp gamla daga. Lífið fer eiginlega í hringi.
Við fæðumst og fáum ást og umhyggju frá foreldrum. Þau aðstoða okkur í uppvexti og að koma okkur á fætur í lífinu. Síða leikum við svolítið lausum hala í einhver ár. Eignumst okkar börn, mörg hver, komum þeim á legg og fótum þau í þeirra lífi eftir bestu getu. Oft á tíðum gerum við það sama, í uppeldi okkar barna, það sem okkur var kennt í okkar uppeldi, nema snúum því til nýrra tíma. Síðan snúum við okkur aftur að foreldrum, þeim sem eru á lífi, aðstoðum þau, eftir bestu getu, í þeirra lífi. Það er nefnilega þannig að tvisvar verður maður barn.
Á elliheimilinu Grund starfar, upp til hópa, mjög gott starfsfólk. Það hugsar rosalega vel um gamla fólkið. Veitir því alla þá hjálp og umhyggju sem það þarf á að halda. Það er mikið um útlendina í vinnu, en það getur allt tjáð sig á íslensku og er mjög hlýlegt í viðmóti til gamla fólksins. Það er mjög sorglegt að vinna þessa fólks, sem starfar á þessum stöðum, skuli ekki vera meira metin en hún er. Það er vinnu og hlýju þessa starfsfólks að þakka að ég get treyst því að hún fái góða þjónustu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.12.2007 | 00:06
Ónýt hús fara.....
Rætt um niðurrif í miðborginni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.12.2007 | 23:17
Aðventutónleikar Karlakórs Reykjavíkur
Ég var að koma af tónleikum Karlakórs Reykjavík í Hallgrímskirkju. Algjörlega magnaðir tónleikar. Þarna sungu einsöng Sveinn Dúa Hjörleifsson Ave Maria. Þetta er kornungur strákur með þvílíka rödd að ég fékk gæsahúð. Svo var annar, Ásgeir Eiríksson sem söng Ó helga nótt, frábær, rosalega góður. Kórinn er æðislegur. Þetta var svo flott og alveg fullt út að dyrum. Nú er ég komin í jólafílinginn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)