Færsluflokkur: Bloggar
16.12.2007 | 13:51
Ég las auglýsingu í morgunblaðinu í morgun...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.12.2007 | 23:48
Nú er nóg komið
VG: Einkavæðing heilsugæslu framundan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.12.2007 | 10:42
Taka harðar á málum.....
Tveir punktar eftir tvo daga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.12.2007 | 17:07
Léleg þjónusta hjá Símanum.
Nú ætla ég að nöldra.
Þjónustan hjá Símanum við okkur hér sem búum í Selásnum í Árbæjarhverfi er fyrir neðan allar hellur. Það er varla hægt að vinna í tölvunni vegna lélegs sambands. Stundum liggur allt niðri og svo dettu allt út í miðri setningu. Fyrst hélt ég að þetta væri bara tölvan hjá mér, en svo fór ég að hafa sambandi við nágranna mína og höfðu þeir sömu sögu að segja. Meira að segja einn nágranninn fór með sína tölvu í viðgerð, en það var allt í lagi með hana. Ég hef talað við þá hjá Símanum og þeir viðurkenna að við sem búum á þessu svæði erum á svokölluðu svörtu og gráu svæði. Það er semsagt of langt í stöðina. En það er alveg ný stöð í Norðlingaholti sem er bara hinum megin við Breiðholtsbraut. Þá segja þeir að það sé nú bara ekki á dagskrá hjá þeim að tengja okkur þangað. Þetta er orðið ansi þreytandi. Kannski væri þetta nú ekki svona ef þingmaður eða borgarráðsmaður byggi hér. Kannski bý ég bara ekki í rétta hverfinu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.12.2007 | 13:29
Veðrið hefur áhrif á Flosa
Nú loksins kemst hann Flosi minn út. Hann hefur ekki þorað út vegna veðurs. Hann hefur því ekkert hitt vin sinn úr næsta húsi, hann Hnoðra. Það urðu því fagnaðar fundir þegar þeir hittust. Það er eins og ég skríði út úr híði þegar ég lít út eftir að það lægði. Hér er allt fullt af laufi. Ég skil ekki hvaðan allt þetta lauf kemur. Það eru öll trén í garðinum hjá mér, og næstu görðum, orðin nakin. Það sem ég er "vistvæn", þá dreifi ég laufinu í beðin og moka mold yfir. Nú er ég að reyna að hrista af mér letina og koma mér upp á loft til að ná í jóladótið, eða aðventudótið. Þvo eldhúsgluggann og setja upp jólagardínur og koma aðventuljósum fyrir í gluggunum. Svo kemur smákökubakstur og laufabrauð. Þessi tími ársins er svo skemmtilegur. Halda í gamla siði, samvera með fjölskyldu og vinum. Kertaljós, ljúf jólalög, heitt kakó og njóta lífsins. Ummmmmmm
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.12.2007 | 12:08
Gott framtak..
Umferðarátak gekk vel | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.11.2007 | 15:18
Ný reglugerð hvað?.........
Ný reglugerð um lögreglusamþykktir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.11.2007 | 15:01
Vani eða ávani
Vanaafbrotamaður í gæsluvarðhaldi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.11.2007 | 17:43
Ökumannasigtið
Alvarlegt mál en erfitt. Auðvitað er það frelsissvipting. Það var nú einhvern tíman þannig að ef þeir sem greinast með flogaveikir eru undir bílprófsaldri, þá er það vafamál hvort þeir fái bílpróf. Er það nú ekki hæpið að læknar skuli ekki hafa skildu til að tilkynna ef sjúklingur er á svo sterkum lyfjum, að það gæti skert einbeitingu þeirra eða getu til að stjórna ökutæki.
13 dauðaslys í umferðinni rakin til veikinda ökumanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.11.2007 | 11:42
Embættisnafnabreytingar.......
Mikið hefur verið rætt um breytingar á embættisnöfnum stjórnarmanna. Það er kvenfólk í mörgum stjórnunarstöðum. Þetta hafa lengi verið kallaðir forstjórar, framkvæmdarstjórar. Það þarf þá að fara út um víðan völl. Hvað ef kona verður biskup? Verður hún þá bilskupa? Ráður er líka karlkyns og "ráða" er bara ljótt. Þessar breytingar eru bara bull finnst mér. Ráðherra er allt í lagi. Þó við séum menn og konur þá erum við öll mennsk.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)