Færsluflokkur: Bloggar

Gott framtak.

Þetta kemur sér líka vel fyrir afa og ömmur. Og ókeypis, það er nú ekki margt sem fæst ókeypis í dag. Oooo sei sei nei.
mbl.is Ætla að bjóða ókeypis netvörn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kaffi og kattakaffibaunir

Var að lesa færslu hjá bloggvini mínum, http://kokkurinn.blog.is/blog/matur_og_drykkir/ þar sem hann gefur uppskrift af góðu kaffi. Þá datt mér í hug frétt sem ég heyrði í útvarpinu í liðinni viku um rándýrar kaffibaunir. Þær fara í gegn um garnir katta. Ekki náði ég upphafsferli kaffibaunanna en þær enda ferlið með því að koma út í kattaskítnum.  Ég drekk nú reyndar ekki kaffi, en ég á kött og það eru e.t.v. margir kattaeigendur þarna úti, þar á meðal Anna (vélstýran), getum við kannski................ neeee datt nú bara svona í hug.  


7.apríl kl.22:00

Ég hef nú ekkert skrifað í 2 vikur. Það hefur verið nóg að gera í vinnunni og kraftarnir alveg búnir að vinnudegi loknum. Að starfa sem stuðningsfulltrúi í grunnskóla í Reykjavík er mikið slítandi starf og sálarlega erfið vinna. Eftir að skólarnir "voru opnaðir" fyrir alla, líka þá mikið veiku, með mikla greiningu, og mikil undirmönnun í skólum, þá hefur þetta orðið illvinnanlegt. Fólkið kiknar undan álagi og segir upp störfum. Þannig er það með mig. Ég hef sagt upp starfi og ætla að reyna að klára þetta skólaár. Ég er alveg búin að fá nóg af því að láta berja mig, hrækja á mig, kalla mig öllum illum nöfnum (af nemendum), en þannig er það í þessu starfi. Búin að vera í þessu í 15 ár. Það fæst ekki fólk í þessi störf og er það ekki að undra. Launin allt of lá og álagið mikið. Annars geta peningar ekki lagað þetta ástand sem komið er. Það þarf að stokka upp allt skólakerfið, setja inn sérdeildir aftur eins og var. Börn með mikla greiningu höndla það ekki að sitja á skólabekk frá kl. 8:00 til kl. 14:30 á hverjum degi. Þau þurfa að vera skerta skóladaga. Sérdeildir sem staðsetta eru í hverju hverfi fyrir sig tækju við þeim með verkefni við hæfi. Svo eru það yngri börnin eða 1. til 3. bekkur, þau eru allt of langan tíma í skólanum á hverjum degi. 8 til 12 er alveg nóg fyrir þau. Það er bara orðið þannig að skólinn er orðinn geymslupláss. Nú er ég semsagt farin að telja vikurnar til skólaloka.


Gullmolar..

eins og Dylan og Clapton eru ekki hér á hverju ári og gaman að sjá þá í eigin persónu. Frekar dýrir miðar miðað við það að þetta eru allt stæði. Sé nú ekki alveg fyrir mér að háöldruð gamalmenni standi upp á endann allan tímann.
mbl.is Íslendingar kaupa miða á Clapton, Dylan og fleiri fyrir 200 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

GÓÐIR.................

Auðvitað bitnar svona lagað alltaf á þeim sem síst skildi. Þannig er það með öll mótmæli og verkföll. Málið er að koma skilaboðum til skila, þó svo að við verðum að fórna einhverju. Skilaboðin rata oftast nær á réttan stað. Svo kemur í ljós hver greindarvísitala þeirra er, sem taka við þeim og vinna síðan úr þeim. Í þessu tilfelli stjórnvalda.
mbl.is Bílstjórar hætta aðgerðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað er í gangi? Er allt að verða vitlaust?

Hér fara útlendingar um rænandi hraðbankana. Innbrot og aftur innbrot..... En ég er næstum því viss um að þessir tímaþjófar hafa komið sér úr þessum fötum. Skildi hafa náðst mynd af andlitum þeirra? Ekki viss um það.
mbl.is Innbrot í úraverslun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skotlandsferð

Var að koma úr vikuferð til Skotlands. Þetta er fjórða árið í röð sem ég fer til Skotlands að heimsókn. Skotar eru æðislegir heim að sækja. Var í smábæ sem heitir St. Cyrus. Þetta er eiginlega lítið þorp. Það var þarna á nokkrum stöðum þar sem fólk var með hænur og seldi egg og svo var líka til sölu marmelaði og sultur sem er heimatilbúið. Þetta er þá selt í skúrum áföstum við húsin. Það er þannig, að þegar komið er að viðkomandi húsi og kannski enginn heima en vörurnar eru þá verðmerktar á borðum í skúrnum. Fólk tekur þá það sem það ætlar sér að fá og setur peningana í körfur. Þetta gæti nú ekki gengið hér held ég. Gott að fara á svona staði til að hlaða batteríin. Á heimleiðinni fór ég með Flugleiðavél með nýjum sætum. Gat nú ekki fundið mikinn mun, og þó kannski aðeins breiðari en ekki mikið. Sjónvarpskjárinn í sætinu fyrir framan mig, jú jú allt í lagi. En það er svo aftur með matinn. Mikið er ég orðin leið á þessari eggjaköku með skinku undir í hverju morgunflugi og fylltu skinkuhorni í síðdegisflugi. Nú var skinkuhornið brennt og grjóthart. Te á eftir og það var hlandvolt. Kannski var það vegna þess að þegar við vorum búin að bíða í vélinni á Glasgow flugvelli í þrjú korter efir að vélin færi af stað, var okkur vísað í í byggingu aftur því það hafði komið upp bilun í vélinni. Það tók nú ekki langan tíma að gera við það svo við gátum lagt af stað en þó með eins og hálftíma seinkun. Ég hélt nú kannski að það væri hægt að hita matinn um borð. En hvað veit ég? Ég hefði sennilega orðið reið og æst mig eitthvað, en ég var með svo vel hlaðin batterí að ég get svissað yfir á góða skapið í þetta sinn. Þannig að ég mæli eindregið með Skotlandsferð.

Aukið atvinnuleysi.......

Hvernig væri að fá þetta fólk sem er á atvinnuleysisskrá í vinnu í skólana? Við sem erum þar fyrir, erum að kikna undan álagi. Það er svo skrítið að þessir peningar eða plástur sem kennarar og annað starfsfólk er að fá, laga það ekkert. Það blæðir enn undan plástrinum. Var þetta annars misskilningur? Átti þetta ekki að laga ástandið? Var þetta kannski hugsað til að dreyfa hunganum að öðru?


mbl.is Atvinnuleysi mældist 1% í febrúar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott veður, vont veður?????

Það er þetta sem gerir okkur Íslendinga svo sérstaka og frábrugðna öðrum þjóðum. Við getum tekist á við nánast allt í veðurfræðilegum skilningi. Við höfum fengið allar tegundir veðurs í vetur og samt brosum við (vonandi sem flest) og erum bara lengur í vinnunni ef við komumst ekki heim. Það þýðir ekkert að vera að æsa sig. Þetta gengur bara yfir og svo kemur sól. 
mbl.is Innisnjóaðir Vestmannaeyingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einfaldlega best lagið......

Friðrik Ómar og Regina Ósk verða okkur til sóma í Belgrad í Serbíu í vor. Flott lag og flottir flytjendur. Skil ekki alveg hvernig stendur á því að Barði og Dr. Gunni komust svo langt, misjafn smekkur margra manna. Áfram Friðrik og Regína.
mbl.is Eurobandið fer til Serbíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband